Um umhverfisvaktina við Hvalfjörð
Umhverfisvaktin við Hvalfjörð er þverpólitískt félag sem stofnað var vegna þess að við, aðstandendur þess, höfum vaxandi áhyggjur af umhverfismálum á svæðinu.
Helstu baráttumál okkar eru:
Að íbúum við Hvalfjörð sé tryggt hreint andrúmsloft, hreint vatn og ómengaður jarðvegur.
Að öll dýr njóti hreinnar náttúru.
Að húsdýrin okkar njóti alls hins besta í aðbúnaði.
Að efla umhverfisvæna atvinnustarfsemi og við höfnum frekari stóriðju við Hvalfjörð.
Að vernda lífríki hafsins.
Að standa vörð um strendur Hvalfjarðar og við vörum við ágangi vegna malartekju af botni fjarðarins.
Að efla rannsóknir á náttúru og lífríki Hvalfjarðar. Við teljum að mengunarmælingar vegna stóriðjunnar gefi ekki rétta mynd af stöðunni og forsvarsmenn iðjuveranna eigi ekki að halda utan um og bera ábyrgð á mengunarmælingum vegna iðjuveranna.