27
maí

Stjórnarfundur 6. maí 2013

Fundur í stjórn Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð mánudaginn 6. maí kl. 18:30 á Kaffi Haiiti.

Mætt voru: Gyða, Ingibjörg, Ragnheiður og Þórarinn.

Fjallað var um upplýsingafund Faxaflóahafna um úttekt á umhverfismálum á svæði í þeirra eigu á Grundartanga. Kynningin gekk að mestu út á að allt væri í stakasta lagi og vel fylgst með mengun frá iðjuverunum. Þó var nefnd að brennisteinstvíoxíð hefði farið 21 sinni yfir leyfileg mörk á viðmiðunarárinu en það má gerast mest 7 sinnum.

Rætt var um flúormengun í húsdýrum og starf þeirra Sigurðar Sigurðarsonar og Jakobs Kristinssonar.

Rætt var um að fá grunngögn vegna umhverfiseftirlits til frekari skoðunar.

Rætt var um fund með Umhverfisstofnun sem haldinn verður innan skamms og það að UST hefur ekki svarað erindi okkar ennþá.

Rætt var um að halda umhverfishátíð í haust.


Fleira var ekki rætt. Fundargerðin er í fullri lengd í gögnum Umhverfisvaktarinnar.

Fundi var slitið kl. 20:50.

Ingibjörg