Umhverfishátíð

Sunnudaginn 10. apríl gekkst Umhverfisvaktin við Hvalfjörð fyrir umhverfishátíð að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Yfirskrift hátíðarinnar var „Búum komandi kynslóðum heilbrigt umhverfi.“

Dagskráin var í formi ávarpa og söngatriða:

Ragnheiður Þorgrímsdóttir: Umhverfisvaktin við Hvalfjörð

Ómar Ragnarsson féttamaður: Náttúruvernd – til hvers?

KK flutti nokkur lög og komst fimlega að orði um kjarna samfélagsmeinsemda og birtingarform.

Gunnar Hersveinn rithöfundur: Nægjusemi – nauðsynlegt skilyrði sjálfbærni.

Sigurður Sigurðarson dýralæknir: Hreinleiki umhverfisins.

Sigurbjörn Hjaltason bóndi: Af sjónarhóli íbúa.

Arnheiður Hjörleifsdóttir flutti Hvalfjarðarljóð Sæmundar Helgasonar bónda á Galtarlæk.

Kynnir var Jóhanna Harðardóttir. Börn unnu listaverk. Gauji litli sá um veitingar og hátíðin fór í alla staði vel fram, en veðrið setti strik í reikninginn varðandi aðsókn.

Því miður forfallaðist Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra á síðustu stundu, en við eigum von á heimsókn frá henni þegar fram líða stundir.

Nokkur af ávörpunum má nálgast á undirsíðum.

Undir flipanum Myndir má finna möppu með myndum frá hátíðinni.