Hross á beit á þynningarsvæði

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur ítrekað bent sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á að hrossabeit á þynningarsvæði brennisteins og flúors vegna stóriðjunnar á Grundartanga er óheimil. Hvalfjarðarsveit á landið sem um ræðir. Þrátt fyrir ábendingarnar hefur sveitarstjórn ekki hreyft við þessu máli svo vitað sé. Hrossin eru enn á þynningarsvæðinu. Þarna eru um 20 hross þar af nokkur folöld, en folöld eru viðkvæmari fyrir eiturefnum heldur en fullorðin dýr. 

Myndin sem tekin var 9. des. 2018 talar sínu máli

hross 5

hross 5