Aðalfundur 2019
Nú er komið að aðalfundi, en hann verður haldinn laugardaginn 9. febrúar nk.
að Álfagarði (áður Eyrarkoti) í Kjós og hefst kl 13.
Ábúendurnir, Ragnhildur og Lárus, ætla að taka á móti okkur og segja okkur frá starfsemi sinni þar, þegar aðalfundarstörfum lýkur.
Dagskrá aðalfundarins:
1. Skýrsla stjórnar, reikningar, kosningar og önnur venjuleg aðalfundarstörf
2. Tillaga að verkefnum næsta starfsárs
3. Önnur mál
4. Sagt frá starfsemi Álfagarðs
Við gerum ráð fyrir því að fundurinn í heild standi ekki lengur en til kl. 15.
Kaffi og meðlæti verður í boði.
Hittumst heil.
Kær kveðja,
Stjórnin